Um FRAFL

Framkvæmdafélag Listamanna, FRAFL, var stofnað 13. nóvember 2009 af Margréti Áskelsdóttur og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur. FRAFL er með skrifstofu á Lækjargötu 12, 101 Reykjavík (Íslandsbankahúsinu, 3. hæð). Pósthólf FRAFL er Laugarvegur 133, 105 Reykjavík. FRAFL hvetur listamenn jafnt sem listunnendur til að koma við á skrifstofunni og kynna sér starfsemi FRAFL nánar.

FRAFL er íslensk skipulagsheild sem sér um verkefnastjórnun, utanumhald og/eða framleiðslu myndlistartengdra viðburða og verkefna.

FRAFL sér um hagnýta og tæknilega hlið verkefnisins. Í því felst meðal annars að leita eftir fjármagni, styrktaraðilum, réttum samstarfsaðilum, réttri staðsetningu, sjá um kynningarmál, almennatengsl, dreifingu, sölu og gæta sérstaklega að réttarstöðu og hagsmunum myndlistarmannanna með hvers konar lögfræðiráðgjöf og samningsgerð. Á meðan sinna listamennirnir sínum þætti verkefnsins; að skapa listaverkið/n.

Myndlistarmenn geta leitað til FRAFL með ákveðnar hugmyndir sem þeir vilja koma í framkvæmd og FRAFL leitar einnig til listamanna með verkefni og viðburði sem að það á frumkvæði að. FRAFL er ekki með félagaskrá heldur er gerður sérstakur samstarfssamningur á milli FRAFL og listamanns fyrir hvert og eitt verkefni.

Sérstaða og markmið FRAFL felst í því að FRAFL finnur nýjar leiðir innan listmarkaðar fyrir ,,unga” myndlistarmenn og skapar þannig ný tækifæri innan markaðarins. Með “ungum” listamönnum er átt við þá listamenn sem eru að feta sín fyrstu skref innan markaðar eða eru ekki á samning hjá gallerí og þurfa því helst aðstoð FRAFL.

Annað helsta markmið FRAFL er að koma myndlistinni nær hinum almenna borgara og fá aðila innan markaðar til þess að viðurkenna nýjar aðferðir. FRAFL stuðlar að notkun nýrra leiða og öðruvísi dreifingarmiðla en fyrir eru á hinum hefðbundna myndlistarmarkaði til að auka aðgengi myndlistar almennt til almennings.

FRAFL snýst um fólk. Að vinna með fólki, bera virðingu fyrir starfi þeirra, áhugamálum og skoðunum. Markmið FRAFL er að hlusta og læra af fólki og búa þannig til þekkingarnet og tengslanet sem styrkir vettvang lista og menningar.

Önnur markmið FRAFL eru (stutt samantekt):

  • Skapa ný tækifæri fyrir myndlistarmenn.
  • Finna nýjar leiðir til markaðssetningar og sölu myndlistar.
  • Koma myndlist nær hinum almenna listunnenda.
  • Fá aðila innan markaðar til að viðurkenna nýjar aðferðir við kynningu og dreifingu á myndlist.
  • Hjálpa myndlistarmönnum að framkvæma það sem þeir annars geta ekki gert sjálfir.
  • Gæta að réttindum og hagsmunum myndlistarmanna.
  • Auka menningarlegt og hlutlægt gildi þeirra myndlistarmanna sem FRAFL vinnur með.
  • Auka efnahagslegt virði verka þeirra myndlistarmanna sem FRAFL vinnur með.