Hvað gerir FRAFL?

Öll verkefni sem að listamenn leita til fyrirtækisins með eru tekin fyrir á fundi og skoðuð út frá markmiðum og stefnum fyrirtækisins. FRAFL mun taka að sér þau verkefni sem falla að markmiðum þess, eru mikilvæg fyrir listamanninn, íslenskt listalíf eða fyrirtækið sjálft. Dæmi um verkefni eru eftirfarandi:

Sýningar og listviðburðir

FRAFL tekur að sér utanumhald og verkefnastjórnun alls kyns myndlistarsýninga og listviðburða.

Fræðsla og kynning

FRAFL tekur að sér verkefnastjórnun og umsjón með ýmsum fræðsluviðburðum á sviði myndlistar og sjónlista.

Útgáfa

FRAFL tekur að sér verkefnastjórnun, ritstjórn, útgáfu, dreifingu og kynningu  á myndlistarverkum, bókverkum og aukaefnis tengdu myndlist, svo sem bæklingum, sýningarskrám, kortum og ritum.

Þverfaglegt samstarf ólíkra listgreina

FRAFL hefur reynslu af samstarfi við ólíkar listgreinar og er opið fyrir frekari samstarfi þar sem myndlist fléttast saman við aðrar listgreinar.

Lögfræðiaðstoð

FRAFL veitir lögfræðiráðgjöf og aðstoð við samningsgerð fyrir listamenn, stofnanir og fyrirtæki vegna höfundaréttar listaverka, tryggingarmála eða samningsgerðar hvers konar.

Persónuleg kynning myndlistar

Verkefnastjórn kynninganna er í höndum fraflara.

Hvers konar hópar eða klúbbar geta pantað persónulega kynningu myndlistar án endurgjalds. Þær fara fram í heimahúsi og felast í því að myndlistarmennir sjálfir kynna sig og verk sín, þannig fá kynningargestir hlutdeild í reynslu listamannanna og hugmyndunum á bak við verkin. Þetta fyrirkomulag býður uppá persónulegri tengsl á milli þess sem skapar og þess sem nýtur. Kynningin sjálf tekur um rúman  klukkutíma, en að henni lokni geta kynningargestir fest kaup á verkum listamannanna ef áhugi er fyrir hendi.