FRAFLARAR

Harpa Fönn

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

MA í lögfræði, Háskóli Íslands 2008

Nemi í Frumkvöðlafræði, Háskóli Reykjavíkur 2009 – 2010

Verkefnastýring á sviði samtímalistar

Harpa útskrifaðist með meistaragráðu úr lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 2008, með áherslu á hugverkarétt. Lokaverkefni hennar bar heitið: “Höfundaréttur á tónverkum samkvæmt íslenskum rétti, með sérstöku tilliti til dómaframkvæmdar”. Harpa hefur setið fundi hjá hugverkahópi EFTA (IPR group) í Brussel á árinu 2008, kennt leiklist og tónlist í sjálfboðaliðastarfi í barnaskóla í Uganda tvær annir og var í hjálparstarfi sem framkvæmda- og verkefnastjóri landbúnaðarverkefnis í sveitunum í Soroti árið 2009. Harpa hefur tekið að sér fjöldan allann af lögfræðiráðgjöf og samningsgerð innan myndlistar, tónlistar, hönnunar og kvikmyndagerðar. Að auki hefur Harpa komið að framleiðslu og verkefnastjórn leikverka, tónverka og kvikmynda. Harpa stundar nú nám í Frumkvöðlafræðum í Viðskiptasmiðjunni – Hraðbraut nýrra fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur, er framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Fjallkonan hrópar ehf., lögfræðingur Myndstefs, auk þess að vinna að fullu að uppbyggingu og starfsemi FRAFL.

Sérsvið: Höfundaréttur, persónuréttur, upplýsingatækni, áætlanagerð, fjármál.

Lækjargata 12, 101 Reykjavík, Iceland

+354 773 1770

harpafonn@frafl.is

Ayanna Burrus

MA í listasafnafræði, Newcastle University (UK), 2006

Nemi í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands

Upplýsingaöflun og rannsóknarvinna

Ayanna útskrifaðist með meistaragráðu í listasafnafræði (Art Museum and Gallery Studies) frá Newcastle University (UK). Lokaverkefni hennar var um svokallaðar “Blockbusters” sýningar.  Ayanna lauk BA í almennu námi (Individual Study) við New York University (US).  Hún  hefur víðtæka reynslu í starfsemi innan liststofnana og við hvers konar myndlistartengda viðburði. Ayanna vann til að mynda sem aðstoðarmaður sýningarstjóra í list og ljósmyndun við Carnegie Museum of Art í Pittsburgh, Pennsylvania á 2007-2009, auk þessa að hafa starfað fyrir Metropolitan Museum of Art. Hún stundar nú nám í íslensku við Háskóla Íslands auk þessa að vinna við upplýsingaöflun og rannsóknarvinnu fyrir FRAFL.

Sérsvið: Upplýsingaöflun, rannsóknavinna, almannatengsl, kynning.

Lækjargata 12, 101 Reykjavík, Iceland

+354 773 1772

ayanna@frafl.is