Tilkynningar

Tuesday, 24. April 2012

Jónsvika vinnuvika listamanna – 8 þátttakendur hafa verið valdir.

Átta listamenn hafa verið valdir til þátttöku á Jónsviku – vinnuviku listamanna í Kaldbak, dagana 11. – 16. júní 2012.

Um 30 umsóknir bárust, og leitast var við að velja einstaklinga sem hafa listræna reynslu og menntun, og þá helst innan myndlistar. Einnig voru þeir einstaklingar valdir sem hafa skýra framtíðarsýn og stefnu innan myndlistar, hafa reynslu af samstarfi og samtali og einnig var reynt að haga vali eftir fjölbreytileika miðla.

Er það einlæg von skipuleggjanda að þeir listamenn sem því miður komust ekki að í þetta skiptið reyni aftur að ári, og sjái sér einnig fært að mæta á listahátíðina sjálfa – 16. júní – til að sjá afrakstur vinnuvikunnar og taka þátt í gleðinni og listinni.

Í maí verða tilkynnt nöfn þeirra listamanna sem taka þátt, auk þess sem tilkynnt verður um tónlistaratriði.

Allar upplýsingar um viðburðinn má finna hér og hér.

Jónsvika

(til baka)