Tilkynningar

Tuesday, 28. June 2011

Þakkir og kveðjur

ÞAKKIR

Framkvæmdafélag listamanna og Jónsvika þakka innilega fyrir hlýlegt framlag heimamanna og annarra – áhuga, stuðning, þáttöku og viðveru allra þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í verkefninu og aðstoðuðu við að gera Jónsviku eins ánægjulega, afkastamikla og skemmtilega og raun varð.

Við erum satt best að segja hrærð yfir móttökunum og afrakstrinum og vonum svo sannarlega að verkefnið nái að blómstra og dafna í slíkri skapandi samvinnu og flæði í komandi framtíð.

KÆRAR ÞAKKIR!

640.is

Aðalsteinn Á Baldursson

Arndís Anna Gunnarsdóttir

Arnhildur Pálmadóttir

Arnþrúður Dagsdóttir

Ása Óladóttir

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir

Baldur Kristjánsson

Benedikt Þorri Sigurjónssson

Bergur Elías Ágústsson

Birkir Ólafsson

Bókaverslun Húsavíkur

Bylgja Steingrímsdóttir

Cheek Mountain Thief

Einar Gíslason

Erla Dögg Ásgeirsdóttir

Fish and Chips restaurant

Fosshótel Húsavík

Friðjón á Bamla Bauk

Friðrik Marinó Ragnarsson

Gamli Baukur

Garðar Jónasson

Grímur

Grúska Babúska

Guðmundur Einar

Guðrún Birna le Sage

Gunnar Illugi Sigurðsson

Hafsteinn Gunnarsson

Hafþór Hreiðarsson

Heiðar Kristjánsson

Heimabakarí

Helena Eydís Ingólfsdóttir

Helga Björg Sigurðardóttir

Helgi Kristjánsson

Hermann Bárðarson

Hörður Sigurbjarnarson

Huld Aðalbjarnardóttir

Huld Hafliðadóttir

Húsasmiðjan Húsavík

Húsavíkurstofa

Hveravellir

Ísnet

Jóhannes Sigurjónsson

Jóna Árný Sigurðardóttir

Jónmundur Aðalsteinsson

Kaldbakskot – Cottages Guesthouses

Kári Páll Jónsson

Kaskó

Kristján Halldórsson

Leifur Björnsson

Lily Erla Adamsdóttir

Ljósmydnastofa Péturs

María Dalberg

Mercury’s Life

Mike Lindsay

Norðlenska

Norðursigling

Norðurþing

Norðurvík

Óli Halldórsson

Örkin – prentstofa

Ósk Ómarsdóttir

Óskar Andri Ólafsson

Pálmi Steingrímsson

Pétur Jónasson

Rauða Kross söfnun Húsavíkur

Röðull Reyr Kárason

Safnahúsið Húsavík

Samúel Jón Sveinsson

Sigfús Hilmir Jónsson

Sigrún Kristjánsdóttir

Sigurður Sigurjónsson

Sigurjón Benediktsson

Silungseldið við Haukamýri

Skarpur

Skráin

Snædís Gunnlaugsdóttir

Soffía Helgadóttir

Sorpbrennsla Húsavíkur

Stefán Óli Valdimarsson

Steingrímur Sigurðsson

Steinunn Harðardóttir

Sunneva Ása Weisshappel

Þekkingarnet Þingeyinga

Þórhallur Skúlason

Þórhallur Skúlason

Þórólfur Apalsteinsson

Þorvaldur Jónsson

Trausti Dagsson

Una Björk Sigurðsdóttir

Úti á Túni menningarhús

Viðbót

Með kærri kveðju og hlýjum þökkum,

FRAFL

www.frafl.is

frafl@frafl.is

 
Thursday, 23. June 2011

Jónsvika – dagskrá laugardaginn 25. júní í Kaldbak

Afrakstur Jónsvikunnar í Kaldbak, Húsavík, verður sýndur laugardaginn 25. júní kl. 15.00 í Kaldbak. Ekið er niður að hlaði gamla hússins í Kaldbak og lagt þar. Síðan er gengið niður í hestagerði og inn í hesthús. Sýningin er í hesthúsum og nærliggjandi húsum. Tónleikarnir um kvöldið munu vera í gamla “fjósinu” við Kaldbak (skilti vísa leið að fjósinu) EÐA í Skipasmíðastöð Gamla Bauks. Mun dagskrá þeirra hefjast stundvíslega kl. 21.00.

ALLIR VELKOMNIR og er aðgangur ókeypis fyrir gesti!

Sýning (kl.15.00) í KALDBAK (hesthúsum)

Guðmundur Einar

Lily Erla Adamsdóttir

María Dalberg

Steinunn Harðardóttir

Sunneva Ása Weisshappel

Una Björk Sigurðsdóttir

Trausti Dagsson

Þorvaldur Jónsson

Tónlist (kl.21.00) STAÐSETNING FER EFTIR VEÐRI OG VERÐUR NÁNAR AUGLÝST HÉR Á LAUGARDAGINN.

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir

Grúska Babúska (Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Guðrún Birna le Sage, Arndís Anna Gunnarsdóttir)

Bylgja Steingrímsdóttir og Pálmi Steingrímsson

Leifur Björnsson

Cheek Mountain Thief (Mike Lindsay, Óskar Andri Ólafsson, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Leifur Björnsson)

 
Thursday, 16. June 2011

Jónsvika á Húsavík

Framkvæmdafélag listamanna – FRAFL undirbýr nú vinnuviku listamanna, ásamt Úti á Túni – menningarhús á Húsavík, Kaldbakskot – Cottages Guesthouses og Norðurþing. Ýmsir aðrir aðilar koma að verkefninu og má þar helst nefna Grímur, Norðurvík, Sorpbrennslu Húsavíkur, Húsasmiðjuna, Gamli Baukur, Fish and Chips, Ísnet, Viðbót, Skarpur, Örkin prentstofa, Ljósmyndastofa Péturs, Norðursigling – North Sailing Húsavík, Fosshótel Húsavík, Hveravellir, Þekkingarnet Þingeyinga og Silungseldið í Haukamýri.

Vinnuvikan mun fara fram í Kaldbak á Húsavík, yfir Jónsmessuna dagana 20. – 25. Júní 2011

Hver morgun mun hefjast á stuttri kynningu/ fyrirlestri / æfingum sem verður ákveðið veganesti inn í daginn. Til að mynda stendur til að fá heimamenn til að miðla reynslu sinni og lífstíl til hópsins, fara í vettvangsheimsóknir í trésmíðaverkstæði, stálsmíðaverkstæði, fiskvinnslu og fá aðra skemmtilega karaktera og áhugaverða kandídata til að róta upp í hugum hópsins og þannig veita öllum hópnum nýja sýn og framlag til listsköpunar.

Vinnuvikan endar á laugardeginum 25. júní með sýningu af afrakstri vikunnar. Sýningin mun opna í Kaldbak á laugardeginum kl. 15.00 og standa fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat mun tónleikadagskrá taka við.

Ókeypis er fyrir gesti að sækja sýninguna og tónleikana.

Þeir myndlistarmenn sem taka þátt mynda breiðan og áhugaverðan hóp. Þannig mun vera blanda af listamönnum úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu, er notast við mismunandi vinnuaðferðir og miðla og hafa ólíka aðkomu að sköpun sinni. Listamennirnir munu vinna óhindrað saman að verki eða verkum yfir vinnuvikuna og nota umhverfið og stemninguna sem innblástur.

Þeir listamenn sem taka þátt eru:
Guðmundur Einar
Lily Erla Adamsdóttir
María Dalberg
Steinunn Harðardóttir
Sunneva Ása Weisshappel
Una Björk Sigurðsdóttir
Trausti Dagsson
Þorvaldur Jónsson