Tilkynningar

Thursday, 26. May 2011

MESSA Teaser nýlokið

MESSA Teaser 2011 lauk með málþingi í húsakynnum SÍM á mánudaginn undir yfirskriftinni: “The making of an alternative art fair in Iceland.” Nú tekur við eftirvinnsla efnis, mynda, heimilda, greina, umfjallana osfrv. og munu slíkar upplýsingar vera birtar reglulega hér á vef FRAFL, á vefsvæði MESSA Teaser: www.messa.is og á facebook: http://www.facebook.com/pages/Messa/158384830890794

Fyrir hönd MESSA Teaser, viljum við hjá FRAFL færa öllum þeim sem lögðu verkefninu lið; skipuleggjendum, þáttakendum, gestum, samstarfsaðilum, styrktaraðilum og öðrum, innilegar og ævinlegar þakkir fyrir komuna og fyrir farsælt samstarf og ómetanlegan stuðning.

Viljum við færa sérstakar þakkir til:

Sigrún Sandra Ólafsdóttir

Þorgerður Ólafsdóttir

Hanna Styrmisdóttir

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

Jón B. K. Ransú

Ingibjörg Magnadóttir

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Hlynur Helgason

SÍM

KEX Hostel

Evrópa Unga Fólksins

Oddi

Íslandsstofa

Björk Viggósdóttir

Þorgerður Ólafsdóttir

Klængur Gunarsson

Leó Stefánsson

Harpa Dögg Kjartansdóttir

Etienne de France

Anni Leppälä

Katie Bethune-Leamen

002 Gallerí

Lost Horse Gallery

The Corridor (Gallerí Gangur)

Crymogea

Endemi

Shauna Lorel Jones

Kristjana Rós Guðjohnsen

Karolina Boguslawska

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Ayanna Burrus

Edda Björnsdóttir

Darri Úlfsson

Ingi Sveinn Jónsson

MESSA Teaser gekk framar vonum og sóttu um 350 manns opnunina á föstudaginn 21. maí sl. og um 600 manns létu sjá sig á laugardaginn 22. maí. Við vonum að allir gestir hafi verið ánægðir, svo ekki sé talað um þátttakendur, en þó nokkur sala var á MESSA Teaser.

40 manns sóttu svo fyrirlesturinn í húsakynnum SIM; “The making of an alternative art fair in Iceland” og sköpuðust þar þarfar umræður og mikilvæg framlög til undirbúnings MESSA 2013.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá opnuninni og frá hinum viðburðunum, en annars getið þið fylgst með öllu á www.messa.is. Að auki hefur e-r fjölmiðlaumfjöllun átt sér stað í kringum verkefnið. Sjá e-artnow 16. maí sl., Morgunblaðið og Viðskiptablaðið 20. maí sl., Grapevine 21. Maí sl., Bast Magazine (issue 2) og nú nýlega bættist við The Art Newspaper sem tók viðtal við FRAFL í þessari viku og er von á að stutt umfjöllun birtist þar í kringum Art Basel.

Með hlýjum þökkum og vonum um áframhaldandi jákvæðni og samstarf í framtíðinni,

FRAFL

f.h. MESSA Teaser

Margrét Áskelsdóttir, Shauna Lorel Jones, Kristjana Rós Guðjohnsen, Karolina Boguslawska, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Ayanna Burrus, Edda Björnsdóttir, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

MESSA Teaser Laugardagur 22. maí 2011 á KEX Hostel

MESSA Teaser – opnun föstudaginn 21. maí á KEX Hostel

Ayanna Burrus giving the opening speech

MESSA Teaser Brain House

MESSA Teaser Symposium 23. maí 2011 í SÍM húsinu.

 
Wednesday, 18. May 2011

Hvað er sölumessa í myndlist?

MESSA er söluráðstefna eða sölumessa á myndlist og hefur enska orðið: Art fair.

Á sölumessum er nokkrum galleríum gefinn ákveðinn bás eða afmarkað sýningarrými innan stærðar innisvæðis til að kynna og selja verk þeirra listamanna sem eru á skrá hjá galleríinu. Fer eftir stærð messunnar hversu mörg gallerí taka þátt, en fjöldinn skiptir oft hundruðum. Messur standa yfirleitt yfir nokkra daga til viku og þangað sækja komu sína fjöldinn allur af erlendum gestum – söfnurum, galleristum, listfræðingum, gangrýnendum, myndlistarmönnum, listnemum, kennurum, fjölmiðlum, sagnfræðingum, heimspekingum, myndlistarunnendum og öðrum innan markaðar.

Sölumessur í myndlist litu fyrst dagsins ljós í myndlistarheiminum í kringum árið 2000 og eru nú taldar eitt mikilvægasta og áhrifaríkasta tæki alþjóðlega myndlistarmarkaðsins í dag, hvort sem er fyrir listamenn, gallerí, safnara, listaverkaunnendur eða aðra aðila markaðarins, eða eins og segir á wikipedia.org:

“art fairs – market-oriented gatherings of art dealers and their wares, which have recently emerged as among the most important art-world venues for promoting artists and sales of contemporary art in the present-day super-heated art market.”

Art Basel

Fiac art fair

Tokyo art fair

 
Wednesday, 18. May 2011

MESSA Teaser

 
Thursday, 12. May 2011

Gallerí Gangur

Gallerí Gangur er heiðursgestur MESSA Teaser.

Helgi Þorgils Friðjónsson opnaði árið 1980 lítið sýningarými – „Gallerí gang” sem hefur verið starfandi síðan. Megin markmiðið með rekstrinum var að kynna myndlistarmenn og aðra fyrir nýjum erlendum listamönnum. Fjölmargir erlendir myndlistarmenn hafa sýnt hjá Helga og margir hverjir hafa komið aftur til Íslands ýmist til þess að sýna eða sem almennir ferðamenn.

Sjá nánar um þáttöku Gangsins á MESSA Teaser hér.

 
Tuesday, 10. May 2011

Messa Teaser 2011

Framkvæmdafélag listamanna – FRAFL vinnur nú að prufukeyrslu á fyrsta sölu og tengslaviðburð samtímalistar sem haldin hefur verið á Íslandi.

Viðburðurinn hefur nafnið Messa Teaser 2011 og er óhefðbundin sölu og tengslaviðburður á sviði samtímalistar,  þar sem sérstök áhersla er lögð á þátttöku sjálfstætt starfandi myndlistarmanna og myndun tengsla. Þátttakendur Messa Teaser eru myndlistarmenn, gallerí, útgefendur, listfræðingar og fleiri aðilar sem tengjast myndlist á einn eða annan hátt. Nýr þátttakandi er kynntur daglega á heimasíðunni messa.is

Messa Teaser verður haldinn á Kex Hostel; Skúlagötu 28 og verður opin almenningi frá kl:11-20 þann 21. mai 2011. Haldið verður málþing með yfirskriftinni “The Making of an Alternative Art Fair in Iceland” í tengslum við Messa Teaser, þann 23. mai 2011 í húsakynum SÍM, Hafnarstræti 20.

Bakhjarlar Messa Teaser eru Evrópa unga fólksins, Oddi, Íslandsstofa og Kex Hostel .Helsti samstarfsaðili Messa Teaser er SÍM – Samband íslanskra myndlistamanna.

Nánari upplýsingar má finna á http://www.messa.is/

Einnig bendum við á ensku heimasíðu FRAFL; http://www.frafl.is/english/ og facebook síðu viðburðarins; http://www.facebook.com/home.php#!/event.php?eid=149141735153465 en þar verða reglulegar tilkynningar sem varða Messa Teaser 2011.