Tilkynningar

Sunday, 31. October 2010

Innlegg vikunnar!

FRAFL mun byrja með áhugaverða nýjung á heimasíðu FRAFL þriðjudaginn 2. nóvember – Innlegg vikunnar. Í hverri viku verður valinn myndlistarmaður, gagnrýnandi, galleristi, curator, safnstjóri, listfræðingur eða aðili tengdur myndlistarheiminum og tekið við hann / hana stutt viðtal um stöðu íslenskrar myndlistar í dag.

Markmiðið er að skapa opinbera umræðu um stöðu íslenskrar myndlistar. Ósk okkar er að hinn almenni listunnandi fylgist með umræðunum og eftir nokkurn tíma munum við einnig auglýsa eftir svörum frá almenning. Með orðræðu og samtali er möguleiki á að styrkja og bæta umhverfi íslenskrar myndlistar og auka við tengsl og skilning innan sviðsins.

fyrsta innlegg vikunnar er Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen.

 
Wednesday, 27. October 2010

Paris – Access & Paradox

Fraflarar vilja þakka öllu því ágæta fólki frá Access & Paradox messunni í París sem gerðu ferðina ómetanlega fræðandi og áhugaverða í alla staði.

Access & Paradox, Ari Allanson, Kling og Bang Gallerí, Listasafn Íslands, Ásdís Ólafsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Dorotheé Kirsch, Laufey Helgadóttir, Anna Hrund Másdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og aðrir, kærar þakkir!

Fraflarar

 
Wednesday, 20. October 2010

Access & Paradox

Málstofa Access & Paradox mun fara fram laugardaginn 23. október kl. 16.15 og mun FRAFL taka þátt í eftirfarandi pallborðsumræðum: Samtímalist á Íslandi; ungir upprennandi listamenn og staða myndlsitar á Íslandi (e. contemporary art in Iceland, the emerging artists and artistic scene in Iceland).

Nú vilja FRAFLarar spyrja þig hvort þú vilt koma e-u á framfæri??

Ef svo er, hvetjum við þig eindregið til að senda okkur línu á frafl@frafl.is

Kærar þakkir!;)

FRAFLarar

 
Monday, 11. October 2010

Access and Paradox – París

FRAFLarar munu taka þátt í málstofu sölumessunnar Access and Paradox með umræðuefnið ,,samtímalist á Íslandi; staða ungra og upprennandi myndlistamanna”. Viðburðurinn er haldinn í fyrsta skiptið dagana 21. – 25. október þar sem Ísland er sérstakur heiðursgestur messunnar en Access & Paradox, ásamt Sendiráði Íslands í París, starfa náið saman að því markmiði að kynna íslenska samtímalist á messunni.

Sjá nánari upplýsingar hér:

http://accessetparadox.fr/index-en.html