Tilkynningar

Wednesday, 29. September 2010

Persónuleg kynning myndlistar hefst á ný í byrjun október og geta áhugasamir hópar skráð sig til leiks.

Viðburðurinn/gjörningurinn felst í persónulegri kynningu í heimahúsi, sem hvers konar hópar geta pantað endurgjaldslaust.

Myndlistarmennirnir kynna sjálfan sig og sína listsköpun fyrir áheyrendum viðburðarins. Verkin sem eru sýnd eru valin sérstaklega með það að markmiði að einkenna þroskaferil og mótunarskeið listamansins. Áheyrandinn fær þannig að skyggnast inn í líf og sköpunarheim myndlistarmannsins sem á í hlut.

Gjörningurinn er jafnframt sölusýning, þar sem gestir geta fest kaup á verkum myndlistarmannanna eftir kynninguna ef þeir hafa áhuga á.

Gjörningurinn verður haldinn dagana:
10. október
31. október
28. nóvember
11. desember
12. desember

Einnig er mögulegt að bæta fleiri dagsetningum inn.

Listamennirnir sem taka þátt í gjörningnum um að þessu sinni eru Rakel McMahon og Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi Persónulega kynningu myndlistar ekki hika við að hringja í Margréti í síma 7731771 eða senda mail á frafl@frafl.is

 
Friday, 24. September 2010

ÞAKKIR

Fraflararnir Margrét og Harpa Fönn vilja þakka þeim fjölmörgu aðilum sem hafa aðstoðað þær við uppbyggingu FRAFL með góðum ráðum, vinnuframlagi eða annars konar stuðningi.

Achola Otieno
Ari Allansson
Arngrímur Arnarson
Ása Hauksdóttir
Áslaug Friðriksdóttir
Auður Edda Jökulsdóttir
Auður Hreiðarsdóttir
Ayanna Burrus
Benedikt Sigurjónsson
Bergsveinn Þórsson
Bergsveinn Þórsson
Birta Guðjónsdóttir
Björg Helga Atladóttir
Bryndís Björnsdóttir
Dorothée Kirch
Dr. Christian Schoen
Edda Björnsdóttir
Elín Þórhallsdóttir
Erla S. Haralsdóttir
Eyþór Ívar Jónsson
Friðþjófur K. Eyjólfsson
Gerður Dýrfjörð
Greipur Gíslason
Gunnar B. Dungal
Hafþór Yngvason
Haukur Flosi Hannesson
Heiða Björk Árnadóttir
Heiðar Kristjánsson
Helga Sveinsdóttir
Hildur Maral Hamíðsdóttir
Hugrún Dögg Árnadóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Ingvar Högni Ragnarsson
Karína Hanney
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Kristín Helga Karlsdóttir
Kristján Óskarsson,
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
Lára Kristjánsdóttir
Leifur Björnsson
Magni Þorsteinsson,
María Þorgeirsdóttir
Mariangella Capuzzo
Nick Knowles
Oliver Kentish
Rebekka Silvia Ragnarsdóttir
Shauna Laurel Jones
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Soffía Karlsdóttir
Sól Hrafnsdóttir
Sólborg Steinþórsdóttir
Sólveig Ása Tryggvadóttir
Sólveig Pálsdóttir
Svavar Pétur Eysteinsson
Tryggvi Jónsson
Valgeir Ólafsson
Þorbjörn Þorgeirsson
Þórdís Alda Sigurðardóttir
Þórður Víkingur Friðgeirsson
Þorgerður Ólafsdóttir

Ættingjar, vinir, samtök, stofnanir, samstarfsaðilar og allir þeir yndislegu listamenn sem við höfum unnið með og fyrir.

Nú vinnur FRAFL að verkefninu MESSA, en undirbúningur- og rannsóknarhluti verkefnisins er styrktur af Evrópu unga fólksins.

Fraflarar munu taka þátt í fyrirlestraröð söluráðstefnunnar Access and Paradox í París í lok október.

FRAFL vinnur einnig í undirbúningi Persónulegrar kynningar myndlistar. Áhugasamir hafi samband á frafl@frafl.is

Kær kveðja fh. FRAFL,
Margrét Áskelsdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
-

 
Tuesday, 21. September 2010

Forritari óskast

FRAFL leitar eftir forritara sem getur tekið að sér einfalt verkefni sem fyrst.

Áhugasamir hafi samband með tölvupósti á frafl@frafl.is eða í síma 7731770 (Harpa)

 
Monday, 6. September 2010

Greinar frá Jónsvöku

— ENGLISH VERSION BELOW—

Pennarnir Elín Þórhallsdóttir, Heiða Björk Árnadóttir, Ásbjörg Rut Jónsdóttir, Eva Gunnbjörnsdóttir og Bergsveinn Þórsson skrifuðu pistla um nokkur vel valin verk Jósnvöku.

Allar greinarnar má nálgast hér

Fraflið vill þakka þeim innilega fyrir framlagið til hátíðarinnar.

— ENGLISH VERSION —

Elín Þórhallsdóttir, Heiða Björk Árnadóttir, Ásbjörg Rut Jónsdóttir, Eva Gunnbjörnsdóttir and Bergsveinn Þórsson wrote reviews for some of the art projects of Jónsvaka – Midsummer Festisval.

Please find the reviews here.

Frafl thanks them greatly for their contribution to the festisval.

 
Friday, 3. September 2010

Nýr starfsmaður FRAFL

Achola Otieno

BA í almannatengslum, Nairobi University, Kenya, 2004.

Almannatengsl og skjalagerð

Achola útskrifaðist með BA próf í almannatengslum frá Nairobi University í Kenya í september árið 2004. Lokaverkefni hennar fjallaði um hvernig vestrænar aðferðir gætu gagnast við framþróun ríkja Afríku. Frá útskrift og fram til ársins 2007 starfaði Achola við verkefnastjórnun hjá flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna. Verkefni hennar þar snerust um aðstoð við súdanska flóttamenn í Kakuma flóttamannabúðunum við landamæri Kenya og Sudan. Achola nemur nú íslensku ásamt því að vinna að skjalagerð og almannatengslaráðgjöf fyrir FRAFL.
Sérsvið: Upplýsingaöflun, skjalagerð, almannatengsl

Lækjargata 12, 101 Reykjavík, Iceland

00354-7731773

Achola Otieno

Nýr starfsmaður FRAFL