Tilkynningar

Wednesday, 23. June 2010

Listahátíðin Jónsvaka hefst á morgun fimmtudag og stendur til sunnudags

Athygli er vakin á því að á morgun 24. júní hefst listahátíðin Jónsvaka sem stendur til sunnudagsins 27. júní. Á hátíðinni koma fram óteljandi ólíkir listamenn sem vinna meðal annars innan tónlistar, myndlistar og framkomulistar. Hátíðin er því svo sannarlega fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. (more…)

 
Friday, 18. June 2010

Páll Haukur Björnsson – Hin þráláta endurtekning og kúreki

Höggmyndaleikverkið “Hin þráláta endurtekning og kúreki” er þríleikur sem á sér stað í skúmaskotum og á götum Reykjavíkur.

Í verkinu eru áhorfendur teknir í ferðalag, 2 í einu og varir verkið í 45 mínútur. Svo er áhorfendum skilað á upphafsstað aftur.

“Urmull tilvistarvandkvæðra hugsana hlutmergðar hverfast á 5 földum ljóshraða skilurðu… og kúreki”
B.

Sýningin verður opin frá 18. júní til 11. júlí. Það kostar 1.000 kr á viðburðinn. (more…)

 
Wednesday, 16. June 2010

Tískusýning á Jónsvöku í Hafnarhúsinu 24. júní 2010 kl: 20:00

Listahátíðin Jónsvaka og PopUp Verzlun munu nú halda tískusýningu þar sem 11 ungir og upprenandi fatahönnuðir sýna línur sínar.

Jónsvaka verður haldin í fyrsta sinn í hjarta Reykjavíkur, áætlunin er að gera hátíðina að árlegum viðburði þar sem, myndlistamenn, tónlistafólk, hönnuðir og leikarar koma saman yfir miðsumarið og gæða borgina listalífi.

PopUp Verzlun ásamt fleiri félögum taka þátt í þessari stórskemmtilegu hátíð, en það eru þær Þórey Björk Halldórsdóttir og Elva Dögg Árnadóttir stjórnendur PopUp sem skipuleggja tískusýninguna í ár. (more…)

 
Wednesday, 16. June 2010

Dagskrá Jónsvöku dagana 24.-27. júní

Hér má sjá dagskrá Jónsvöku skipuð eftir dögum, með þessum hætti er hægt að finna eitthvað við sitt hæfi innan allra þeirra fjölmörgu viðburða sem eru á hátíðinni á degi hverjum.

ATHUGIÐ:
Nánari lýsing á viðburðunum (lýsing verks, lýsing listamanns/listahóps og mynd) er að finna í uppgefnum hlekkjum við heiti viðburðarins. (more…)

 
Tuesday, 15. June 2010

Tískusýning á Jónsvöku 24. júní 2010

Listahátíðin Jónsvaka og PopUp Verzlun munu standa fyrir tískusýningu þar sem 12 ungir og upprenandi fatahönnuðir sýna línur sínar.

Jónsvaka verður haldin í fyrsta sinn í hjarta Reykjavíkur, áætlunin er að gera hátíðina að árlegum viðburði þar sem, myndlistamenn, tónlistafólk, hönnuðir og leikarar koma saman yfir miðsumarið og gæða borgina listalífi.

PopUp Verzlun í samstarf ivið aðra hæfileikaríka hönnuði taka þátt í Jónsvöku á þessu ári. Þær Þórey Björk Halldórsdóttir og Elva Dögg Árnadóttir stjórnendur og stofnendur PopUp skipuleggja tískusýninguna í ár. (more…)

 
Monday, 14. June 2010

Dagskrá Jónsvöku

Hægt er að skoða dagskrá Listahátíð Jónsvöku á Facebook aðdáenda síðu hátíðarinnar:

http://tinyurl.com/29hn5yb

Tilvalið getur verið að fylgjast með breytingum á dagskránni ásamt nýjungum á Facebook aðdáenda síðu Jónsvöku. Fylgist með!

 
Monday, 14. June 2010

Hönnuðir sem taka þátt í PopUp Verzlun Jónsvöku í Hafnarhúsinu, dagana 26. og 27. júní 2010

-english info below-

Hér að neðan má sjá þá hönnuði sem munu selja hönnun sína á PopUp Verzlun Jónsvöku í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, dagana 26. og 27. júní. (more…)

 
Wednesday, 9. June 2010

Listahátíðin Jónsvaka kynnir síðast en ekki síst ListMessu Katrínar I. Jóns og Hjördísardóttur Hirt / Jónsvaka Midsummer Festival concludes the announcements with Katrín I. Jóns and Hjördísardóttir Hirt’s ArtMass

Hér með er tilkynningum lokið. Hægt er að skoða dagskrá listahluta og tónlistarhluta hátíðarinnar á http://tinyurl.com/29hn5yb

(English version below) (more…)

 
Tuesday, 8. June 2010

Listahátíðin Jónsvaka kynnir dansverkið Danseðlið er lífsfyllerí / Jónsvaka Midsummer Festival introduces the performance The Need for Dancing is the Intoxication of Life

(English version below)

Fuglar konur samanstendur af þeim Nínu Hjördísi Þorkelsdóttur og Hönnu Kristínu Birgisdóttur. Þær stofnuðu fjöllistahópinn sem hefur það að markmiði að gera nákvæmlega það sem þeim dettur í hug óháð listformi. Nína og Hanna dansa mikið þegar þær fá tækifæri til og komast stundum í algjöran trans, þá segja sumir vinir þeirra að þeim finnist þær skrítnar. Þær eru það þó ekki, þeim finnst bara gott að sleppa sér smá. (more…)

 
Monday, 7. June 2010

Listahátíðin Jónsvaka kynnir verkið BIG BROTHER / Jónsvaka Midsummer Festival introduces BIG BROTHER

(English version below)

BIG BROTHER – You afraid of Big Brother?? Remember his little sister!

Listamennirnir Rakel McMahon, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt og Una Björk Sigurðardóttir munu sýna verk utandyra á miðbæjarsvæðinu. Til umfjöllunar er m.a. birtingarmyndir eftirlits- og neyslusamfélagsins, svo sem öryggismyndavélar, auglýsingabrask, bílavæðing og kynjaímyndir. Auk þess verða umdeilanlegir þættir samfélagsins svo sem aðskilnað ríkis og kirkju, ástand samfélagslagsins og hlýnun jarðar einnig til umfjöllunnar. (more…)