Tilkynningar

Monday, 1. March 2010

Myndlistarmenn athugið!

FRAFL er nú að vinna í því að stækka hóp listamannanna til að gera gjörninginn ,,Persónuleg kynning myndlistar” fjölbreytilegri og koma fleirum að. Næsta kynning er áætluð í mars 2010.

Viðburðurinn/gjörningurinn felst í persónulegri kynningu þar sem myndlistarmennirnir kynna sjálfa sig og sína listsköpun fyrir áheyrendum. Verkin sem til kynningar verða hafa myndlistarmennirnir til dæmis unnið yfir ákveðið tímabil, í námi eða eru tengd ákveðnu verkefni. Verkin fléttast þannig inn í frásögn myndlistarmannsins, einkenna þroskaferil hans og mótunarskeið og eru fjölbreytileg eftir því. (more…)