Um Frafl

Framkvæmdafélag listamanna, FRAFL, er íslensk skipulagsheild sem verkefnastýrir, heldur utan um og/eða framleiðir myndlistartengda viðburði og verkefni.

Hvað gerir Frafl?

FRAFL framleiðir myndlistartengda viðburði og verkefni og sér um allar tæknilegar útfærslur þeirra; áætlunargerð, fjármögnun, þróun, umgjörð, kynningu, sölu og aðra framkvæmd; á meðan myndlistarmennirnir sinna sínum þætti verkefnsins; að skapa listaverkið/n.

Myndlistarmenn geta leitað til FRAFL með ákveðnar hugmyndir sem þeir vilja koma í framkvæmd og FRAFL leitar einnig til listamanna með verkefni og viðburði sem að það á frumkvæði að.